miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Hugmyndir

Úff, mig vantar hugmyndir að einhverju viltu til að éta á laugardaginn. Staðan er sú að það er villibráðarkvöld hjá okkur "veiðifélögunum" og ég skil ekkert í því, en það er alveg sama hvað ég róta mikið í kistunni hjá mér ég bara finn ekki laxinn, bleikjurnar, rjúpurnar, gæsirnar eða hreindýrið sem ég veiddi á síðasta ári.
Það væri vel þegið að fá einhverjar góðar hugmyndir að einhverju viltu til að taka með í þetta boð. Að vísu set ég mörkin við: vilta ferðamenn, vilta vélsleðamenn og þess háttar. Allar aðrar hugmyndir eru vel þegnar (eða flestar skulum við segja)
Gjarnan má fylgja uppskrift með eða bara koma með þetta tilbúið til mín

Bestu kveðjur

Engin ummæli: