Vandræðalegt Rugl!
Þau undur og stórmerki hafa átt sér staða að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) er ekki lengur til. Stjórnendur töldu að nafnið væri ekki nógu lýsandi fyrir starfsemi félagsins (sem fáir vita reyndar hver er) og ákváðu að efna til samkeppni um nýtt nafn. Yfir eittþúsund tillögur bárust og sú sem varð hlutskörpust var............................
ta ta ta VR
Mig langar að óska hinu gamla félagi VR til hamingju með nýja nafnið VR og óska þeim velfarnaðar í starfi og einhverju fleiru sem sennilega er gert þarna.
Með svona hugmyndaríki, famsýni og framtakssemi hjá fólki sem stendur í framvarðarsveit íslensks atvinnulífs þurfum við ekki að óttast framtíðina.
ta ta ta VR
Mig langar að óska hinu gamla félagi VR til hamingju með nýja nafnið VR og óska þeim velfarnaðar í starfi og einhverju fleiru sem sennilega er gert þarna.
Með svona hugmyndaríki, famsýni og framtakssemi hjá fólki sem stendur í framvarðarsveit íslensks atvinnulífs þurfum við ekki að óttast framtíðina.
Með virðingu og réttlæti
Kær kveðja
Ingimundur Styrkársson
Fyrir þá sem þurfa útskýringu:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli