miðvikudagur, mars 22, 2006

Ammæli

Já hún Lilja Guðrún varð fimmtán ára í dag. Þessum tímamótum var fagnað á hógværan hátt að þessu sinni og tók fjölskyldan því með ró heima við og snæddi saman ljómandi kvöldverð. Við fengum kokk til að útbúa fjóra kjöthleifa sem hanteraðir voru eftir kúnstarinnar reglum. Þessum kjöthleifum var komið fyrir á milli sérbakaðra brauðhleifa. Undir efri brauðhleifnum og ofan á kjöthleifnum var komið fyrir ýmsu góðgæti, svo sem osti, paprikku, gúrku og þess háttar. Undir kjöthleifnum og ofan á neðri brauðhleifnum var sett einstaklega vel heppnuð sósa. Með þessu voru síðan höfð jarðepli upp á franska mátan, þ.e.a.s. skornar í lengjur sem voru u.þ.b. 12mm á breidd og 4 á þykkt. Þetta var síðan borið fram í sérhönnuðum veislubökkum sem hólfaðir eru niður fyrir meðlæti og aðalrétt. Ljúffengt.
Annars fer spennan vaxandi fyrir sunnudaginn næstkomandi. Fermingarundirbúningur gengur ljómandi vel (copy/paste frá því í fyrra) og allt á áætlun að því ég best veit. (en hvað veit ég svo sem)
Vegna fjöld áskorana mun verða tekið til athugunar að setja einn eða tvo liti á síðuna við fyrsta hentuga tækifæri. Þangað til vona ég að þið reynið að njóta innihaldsins og látið útlitið ekki trufla ykkur.
Bestu kveðjur.

2 ummæli:

Yggla sagði...

hvaða hvaða...er grár ekki litur? alveg nokkrir litir á síðunni...nokkrir mismunandi gráir tónar:)

hehehheheh....

Nafnlaus sagði...

ummm óhollar fermingarveislur...