Spennandi
Nú fer í hönd spennandi helgi, sérstaklega þó fyrir Arnar. Klukkan 8 í fyrramálið byrjar íshokkímót hjá honum og verða þrír leikir á morgun. Að komast í fullorðinnamannatöluathöfnin verður svo á sunnudagsmorguninn. Það er ekki laust við að smá spenningur geri vart við sig og á það við um alla hér á heimilinu. Sennilega er nú einna minnst hjá okkur (mér) að gera því að svo háttar til hér um slóðir að mikil og fjölskrúðug ættartré teigja anga sína í allar áttir og að sama skapi fjöldinn allur af fólki sem býður fram aðstoð. Ljómandi gott.
Kosturinn við að ferma svona með ársmillibili er að flest er í fersku minni frá því í fyrra og auðveldar allan undirbúning. Þar sem bæði pláss og gæði á innra minninu hjá manni er merkilega ótryggt, verður varla hægt að stóla á það í næstu fermingu að fjórtán árum liðnum!
Ætli ég láti þetta ekki nægja í bili.
Hafið það sem allrabest.
Kosturinn við að ferma svona með ársmillibili er að flest er í fersku minni frá því í fyrra og auðveldar allan undirbúning. Þar sem bæði pláss og gæði á innra minninu hjá manni er merkilega ótryggt, verður varla hægt að stóla á það í næstu fermingu að fjórtán árum liðnum!
Ætli ég láti þetta ekki nægja í bili.
Hafið það sem allrabest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli