miðvikudagur, apríl 19, 2006

Leiklist

Eins og sumir vita hef ég haft töluverðan áhuga á leiklist og gerðist meira að segja svo bjartsýnn í gamla daga að sækja um í Leiklistarskólanum. Ljómandi skemmtileg lífsreynsla, en aldrei var nú haft samband við mig! Það sem heillar mig mest við leiklistina er svokallaður skapgerðarleikur og stór hluti af því eru svipbrigði leikaranna. Sá leikari sem mest áhrif hefur haft á mig og ég hef alltaf litið upp til er Steven Seagal. Því langar mig til að sýna ykkur hin mörgu tjáningarform þessa mikla meistara.
Já og þar sem þetta kemur til með að verða síðasta færsla vetrarins þá langar mig að þakka ykkur samfylgdina í vetur. Sumar og sólarkveðjur til ykkar allra.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gledilegt sumar og til lukku med próflokin! uhh eda eru tau ekki búin annars??

INGIMAR sagði...

Jú jú prófin búin :) Takk sömuleiðis til hamingju með sumarið!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með sumarið...

INGIMAR sagði...

Já sko þetta með Stebba var nú meira svona grín en spaug. Raggi hefur sennilega ekki horft á sömu myndir og ég með honum ef hann hefur séð einhverja leikhæfileika hjá honum :)