sunnudagur, maí 28, 2006

Fjölgun, ferðagleði og fleira.

Þær ánægjulegu fréttir bárust í dag að Ingþór og Lísa eignuðust litla stelpu í nótt. Innilega til hamingju með þetta afrek.
Eftir að hafa lesið síðustu færslu hjá mér þá má ljóst vera að ég hef verið með einhverjum öðrum þegar það var skrifað, allavega ekki með sjálfum mér, eða ekki!
Á morgun mun ég mjög líklega yfirgefa höfuðborgina um sinn, sennilega út vikuna. Stefnan mun vera tekin á Hvammstanga til að byrja með og svo eitthvað áfram, líklega Tröllaskaga eða Skagafjörðinn, en það kemur í ljós. Væntanlega verðum við að rúnta um norðulandið næstu vikur. Ef tækifæri gefst mun maður örugglega banka uppá hjá öllum þeim sem maður hefur einhverntíma þekkt eða verið skyldur og snýkja gistingu. Takk fyrir það!

Engin ummæli: