þriðjudagur, júní 06, 2006

Júní

Jæja það er kominn júní bara allt í einu og maí var eiginlega ekkert búinn. Svona er þetta oftast, þegar einn mánuður klárast hefst næsti. Sá maí sem var að klárast var nokkuð viðburðaríkur því að tvær litlar frænkur komu í heiminn, hjá Ingþóri og Eydísi. Þær eru báðar myndarstúlkur eins og foreldrarnir að sjálfsögðu. Hamingjuóskir til þeirra.
Við skruppum á Kjörseyri um helgina og þar var gott að vera eins og vanalega. Gátum rekið nokkrar rollur til og frá en burði er að mestu lokið. Á laugardeginum skrapp ég aðeins út að Kollsá og plataði sjálfan mig í smá steypuvinnu. Fékk tækifæri til að hjálpa til og voru tveir skorsteinar afrakstur dagsins. Á sunnudeginum kíkti ég síðan í Fagradal og náði að reka eina eða tvær rollur þar líka, setja saman nýja grillið og prufa það um kvöldið. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var ekki farið í pottinn en andvarinn að sunnan fór full hratt yfir og ollihrolli.
Í fyrramálið flýg ég til Akureyris og við höldum áfram að keyra um landið þaðan. Líklega förum við austur á firði í þessari viku en framhaldið er óljóst.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kosturinn við vinnuna þína er án efa sá að þú færð að sjá og ferðast ansi mikið um okkar fagra land! Ekki amalegt það :) Góða vinnuviku og góða ferð á austfirðina! Hilsen frá Odense

Nafnlaus sagði...

Bulli sulli! Hvenær ætlum við svo að klára spilið sem ég var að vinna!

Nafnlaus sagði...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»