Já komið öll sæl og blessuð. Eins og áður hefur komið fram er ég að vinna út á landi um þessar mundir. Þar sem mikil yfirferð er hjá okkur í þessari vinnu þá þurfum við góðan bíl. Nei að sjálfsögðu erum við á Skoda. Þetta apparat rákumst við á hjá Mývatni þar sem verið var að mynda gripinn í tengslum við bílasýningu nú um helgina. Þessa mynd ásamt nokkrum fleirum frá því í vikunni má sjá inn á myndasíðunni.Annars er allt ljómandi að frétta, ég flaug suður í helgarfrí frá Egilsstöðum í dag og fer aftur á mánudaginn. Var frekar leiðinlegt að yfirgefa blíðviðrið þar eystra en þetta sleppur þó í augnablikinu hérna. Meira verður þetta ekki í bili og vil ég óska öllum til hamingju með HM sem hófst í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli