Já hún er alveg ótrúlega dugleg stelpan. Í gærkvöldi fékk ég að taka hana í fangið og hún steinsofnaði á meðan hún fékk að borða. Hún er búin að fá leið á slöngudraslinu sem hékk framan í henni og hætti bara að nota það. Fær mjólkina úr sprautu þannig að enn sem komið er get ég gefið henni að drekka! Henni gengur það vel að það styttist í að hún yfirgefi hitakassann fyrir fullt og allt. Inga er ótrúlega fljót að ná sér og er farin að rölta upp til hennar þegar hún vill. Fær jafnvel að koma heim á morgun enda hörkutól, en ég ætla ekki að segja að hún sé þrjósk eða neitt svoleiðis. Sú stutta hefur ekki langt að sækja dugnaðinn.
4 ummæli:
Frábært hvað gengur vel.Gott að Inga er að koma til,keisari er ógeð.Þrjóska!! Hvað er það?? Engin úr kjörseyrafjöldskyldunni er með þann sjúkdóm!!heheh.
Gaman að fylgjast með á heimasíðunni.Góða helgi.Og við bíðum spenntar eftir að sjá miss Iceland 2024.
Innilega til hamingju með prinsessuna gott að heyra að allt er í góðu :)
Berglind Halla frænka
miss iceland my ass...
við erum hér að tala um forsætisráðherra framtíðarinnar... beauty and brain, það er varla hægt að biðja um meira. ofurblanda hreint út sagt!!!
hlakka til að sjá ykkur en þangað til verða myndirnar að duga, sem heldur betur lofa góðu!!
knúsar
Til hamingju með stelpuna kæra fjölskylda! Gott að vita að allt gengur vel. Ég verð nú að viðurkenna að ég er pínu abbó, ég átti nú að vera næst ;)
Já og stelpurnar eru greinilega að rústa langömmubarnakeppni þessa árs, staðan orðin 4-1.
kveðja Gunnhildur og fjölskylda
Skrifa ummæli