Jæja þá er þetta að bresta á! Slatti af fötum á þvottagrindinni, ættuðum úr Þorláksgeislanum. Daman er meira að segja komin í bleikt dress sem hún fékk gefins frá Rögnu frænku sinni og enginn stimpill á henni lengur "eign ríkisspítalanna". Hún er komin yfir 3kg og farin að drekka úr pela, gengur semsagt bara vel. Við erum vongóð um að hún geti kíkt hingað heim í lok næstu viku. Ingþór/Lísa og Eydís/Óli skírðu bæði um helgina. Stúlkan hjá E&Ó hlaut nafnið Júlía Jara og hjá I&L var hún skírð Berglind Björk. Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra með þetta.
Ég sting af í fyrramálið og skil Ingu (og Lilju) eftir með allt á hvolfi hér heima! Náði samt að fara í RL-húsgögn og kaupa einn plastkassa um helgina, já maður er duglegur sko. Ætli ég verði ekki á stór-Akureyrarsvæðinu næstu vikuna. Vonandi verð ég heima við þegar sú stutta mætir á svæðið.
Setti inn nokkrar myndir af dömunni í bleika dressinu og svo að sjálfsögðu þegar ég fékk að baða hana í fyrsta skipti.
2 ummæli:
hún er algjört æði og virðist nú dafna ansi vel. Er ekki frá því að það sé smá svipur með henni og Hönnu Björgu... sem er nú samt alveg eins og Einar:)
skil ingu EINA EFTIR haaalló ég er líka hér sko:O,,, :P:) just að tuða smá sko,,,er nú engin smákrakki hérna eða neitt þó svo að ég sé ÚTIVINNANDI HEIMASÆTA ;););) þaa er heldur ekkert allt í drazli(ef við teljum ekki litlu holuna mína með ;Þ)
en já okay,,hætt að tuða,,vonandi kemuru bara heim á fimmtudaginn :) ,,,
en þaa er líka hægt að sjá myndir af henni á síðunni minni =) er búin að gera sér dálk og alles :) blog.central.is/moon-sparkle :P
,,,
allavegana
love :) Lilja
Skrifa ummæli