mánudagur, júlí 24, 2006

Tíminn líður hratt (hraðast þó um helgar)

Þá er enn ein vikan liðin og helginni lokið sem henni fylgir. Þetta þíðir það að ég er að yfirgefa stelpurnar eina ferðina enn, flýg norður á eftir. Okkur hefur gengið ágætlega í þessari yfirferð okkar um þjóðvegi landsins. Kláruðum Skagafjörðinn í síðustu viku og framundan eru Húnavatnssýslur sem við ætlum að reyna að klára alveg í Brú (að mestu) í þessari viku. Maður á sjálfsagt eftir að heilsa uppá einhverja sem maður þekkir á þessum slóðum, ef maður þekkir mann rétt!
Hér heima er allt ljómandi að frétta. Stelpurnar dafna vel og eru hörkuduglegar. Sú stutta lét aðeins heyra í sér í gærkvöldi þegar pabbi hennar var einn með hana. Varð svoldið skelkaður grunar mig, kann ekki alveg nógu vel á þetta þó að bleyjuskiptin séu að komast á hreint hjá honum. Að vísu er alveg ótrúlegt hvernig hann nær að snúa smafellum vitlaust og raða henni í fötin í vitlausri röð, en það kemur allt saman.
Ætli þetta dugi ekki í bili, verð víst að fara að koma mér í flug.
Heyrumst síðar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei, daman bara mánaðargömul í dag... til lukku með það :) Mikið rosalega líður tíminn hratt!!
Beztu kveðjur héðan...