fimmtudagur, október 19, 2006

Birrrrrrrrr

Kalt. Þurfti að skafa í gærmorgun, ferlegt. Ekki í morgun, samt ferlegt! Þessi utanáliggjandi einangrun sem ég hef komið mér upp er ekki að virka nógu vel, held ég reyni að losa mig við hana eins fljótt og ég get. Helvíti þungt líka!
Beyglað. Þurfti að fylla út tjónaskýrslu. Gaur sem bakkaði á bílinn hjá mér þar sem ég var staddur. Hefði betur verið staddur annars staðar. Ég var mjög heppinn að stórslasast ekki. Var sem betur fer inn í heildsölunni og bílarnir út á plani.
Erlendis. Inga og ungfrú NoName ætla að skella sér til Danmerkur á næstunni. Verður rosalega gaman hjá þeim að hitta gengið þar ytra.
Vegabréf. Ekki eitthvað sem er einfalt að nálgast. Fuuuulllll miklar tengingar á milli gagnagrunna til að hægt sé að gera þessa hluti á vitrænan hátt.
Kveðjur. Eitthvað sem ekkert mál er að redda.
Gjöriðisvovel

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með Erlu Dagmar. Fallegt nafn! Hlakka til að sjá myndir úr veislunni