mánudagur, janúar 22, 2007

Tyggjóbruðl

Úff það fór eitt bréf af nikótíntyggjói áðan þegar "strákarnir okkar" sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum gegn Frökkum. Tóku þá í netta kennslustund og unnu verðskuldaðan sigur. Eins og í flestum öðrum leikjum þá beið ég með öndina í hálsinum (sem var frekar óþægilegt) eftir slæma kaflanum, en sem betur fer þá slepptu þeir honum að þessu sinni og ég er ekki frá því að það hafi komið Frökkunum jafn mikið á óvart og mér. Til hamingju með þetta strákar og það verður gaman að fylgjast með ykkur áfram, helst sem lengst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta þýðir að þú verður að klára eitt tyggjó bréf í hverjum leik...annars töpum við!!
kv. Kolla Edda