Klöppum!
Klöppum fyrir manninum sem setti nýjar myndir inn á myndavefinn áðan. Klöppum fyrir manninum sem fór með blöðin út í Sorpu í dag. Klöppum fyrir manninum sem skilaði DVD myndunum sólarhring of seint. Klöppum fyrir manninum sem fór í sund fyrir kvöldmatinn. Klöppum fyrir manninum sem var í hroðalegu prófi í morgun. Síðast en ekki síst klöppum fyrir öllum þeim sem eiga afmæli í dag.
Svo einkennilega vill til að megnið af þessu á við mig. Ég setti inn nokkrar myndir áðan ykkur til skemmtunar og fróðleiks. Allt ljómandi að frétta annars þrátt fyrir einhvern lasleika hjá ýmsum á heimilinu. Sú stuttasta hefur sloppið hingað til sem er alveg ágætt.
Langar að óska Ísdísi frænku til hamingju með afmælið í dag. Hún og Skafti litli pabbi hennar kíktu reyndar í heimsókn í gær, voru í bæjarferð, og komu með sitt lítið af öðru hvoru með sér til hinna og þessa. Gaman að fá góða í heimsókn.
Ég er alveg búinn eftir þessa 200 metra sem ég tók á 20 mín. áðan svo ég ætla að hætta þessu bulli í bili.
Bestu kveðjur.
Svo einkennilega vill til að megnið af þessu á við mig. Ég setti inn nokkrar myndir áðan ykkur til skemmtunar og fróðleiks. Allt ljómandi að frétta annars þrátt fyrir einhvern lasleika hjá ýmsum á heimilinu. Sú stuttasta hefur sloppið hingað til sem er alveg ágætt.
Langar að óska Ísdísi frænku til hamingju með afmælið í dag. Hún og Skafti litli pabbi hennar kíktu reyndar í heimsókn í gær, voru í bæjarferð, og komu með sitt lítið af öðru hvoru með sér til hinna og þessa. Gaman að fá góða í heimsókn.
Ég er alveg búinn eftir þessa 200 metra sem ég tók á 20 mín. áðan svo ég ætla að hætta þessu bulli í bili.
Bestu kveðjur.
3 ummæli:
Til hamingju með daginn kallinn minn, þótt það sé degi of seint! :)
Bið að heilsa, hafið það gott.
Til hamingju með daginn um daginn:)
kv. Kolle Adda
til hamingju með afmælið um daginn. Sjáumst í sundi á eftir!
Skrifa ummæli