laugardagur, febrúar 24, 2007

Semsagt

Margt er semsagt, sem sagt er, skrítið. Ég hef til dæmis aldrei hitt neinn sem kallar allt ömmu sína, sem betur fer þar sem það mundi hljóma afskaplega hálfvitalega.
Erla Dagmar er búin að vera svoldið veik þessa vikuna. Inga hefur verið með hana heima og ég reynt að kíkja heim strax eftir skóla. Hitin hjá henni fór nú aldrei langt yfir 39 stig en hún hefur verið svakalega lítil og aum. Hún er nú orðin hitalaus núna en er frekar slöpp. Ég er nú svoddan fyrirmyndarpabbi að ég er að stinga af borginni til að hitta félaga og vini í villibráðarkvöldi sem haldið er á þessum stað.
Ég setti inn nokkrar myndir áðan frá því um síðustu helgi.
Blessygguríbili.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll, Ingimar og takk fyrir innlitið, og gangi þér sömuleiðis vel með að verða eilífðar bachelor