föstudagur, apríl 06, 2007

Páskar

Já það held ég, bara komnir páskar og allt sem því fylgir. Alveg ljómandi veður víðast hvar um landið þannig að ekki skiptir miklu máli í hvaða átt maður fer. Ég ætla nú samt sem áður að skella mér vestur í Fagradal núna rétt bráðum. Þar er töluverður hellingur af fólki sem ég er nánast viss um að bíða spennt eftir komu minni! Síðan kíkja þær mæðgur Inga og Erla Dagmar þangað við tækifæri.
Ég bætti við nokkrum myndum inn í marz-möppuna hjá EDI. Ekki nóg með það heldur uppgötvaði ég nýjan hæfileika hjá mér um daginn sem eru landslagsmyndatökur. Fór með EDI út að labba í síðustu viku og náði þá gífurlega góðum myndum af helstu fjöllum hér í kring.
Segjum það í bili og óska ykkur gleðilegra páska.

Engin ummæli: