föstudagur, apríl 20, 2007

Stuttbuxur.......

... er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug þegar komið er út í almanakssumarið sívinsæla. Hvað sem því líður er það þó formlega hafið. Var ljómandi sumarlegt að horfa út um glugga í gær, en töluvert svalt svona þegar maður var staddur fyrir utan sjálfur. Ekki hlýrra í dag.
Prófatörn lokið í bili, má alveg reikna með endurtöku í einhverju af þessu dóti. Dagsformið er alltaf jafn hörmulegt á prófdögunum sjálfum og hef ég farið fram á að prófin verði alltaf færð um einn dag í framtíðinni!
Við ætlum að streyma af stað norður á Kjörseyri á eftir. Kíkjum í fermingarveislu hjá Ingu Hrund frænku sem haldin verður á Gauksmýri á morgun. Verður án efa stórskemmtilegur hittingur líkt og ávalt þegar þetta lið kemur saman.
Hættur í bili.
Hafið það sem bezt og gleðilegt sumar.

Engin ummæli: