föstudagur, apríl 27, 2007

Villimenn

eða villikonur þarna í Mexíkó! Heyrði í fréttum í vikunni að þeir hefðu samþykkt lög, sem gilda að vísu bara í höfuðborginni hjá þeim, sem heimila konum/mæðrum að eyða fóstrum. Það er greinilega betra ástand þar en hér þar sem er stórvandamál að fá fóstrur til starfa.
Það var virkilega gaman að skreppa norður um síðustu helgi og hitta allt liðið í fermingarveislu. Held að allir hafi verið ánægðir með þennan viðburð. Nokkuð gaman að ná sjö af þessum átta börnum árgerð 2006 saman í einu. Leiðinlegt að Berglind Björk gat ekki verið með, en þessum sjö var hrúgað saman í sóffa og teknar myndir í gríð og erg.
Það var ekki síður ljúft að komast úr bænum eftir prófatörn sem lauk síðasta föstudag. Úrslitin eru að vísu ekki ráðin en vonandi hefst þetta allt saman. Er núna í þriggja vikna áfanga sem er töluvert mikil vinna. Hitti familíuna af og til!
Setti líka inn nokkrar myndir af þeirri stuttustu sem meðal annars voru teknar í sveitinni um daginn þegar Inga og krakkarnir voru í bústjórastörfum á Kjörseyri.
Kveðjur til þeirra sem vilja.

Engin ummæli: