mánudagur, maí 07, 2007

Gallaðir pennar!

Hvernig stendur á því að sama hvað stjórnmálamenn eru lengi í bransanum, þá endurnýja þeir aldrei pennana sína nema rétt fyrir kosningar. Merkilegt líka að fylgjast með þeim í umræðunum hvernig þeir vita alltaf betur hvað hinir eru að meina hvað þeir segja heldur en þeir sjálfir, en þeir sjálfir segja yfirleitt sem minnst (af viti allavega). Já það hefur ekkert rosalega mikið farið framhjá manni að það eru að koma kosningar. Ég er búinn að ákveða mig hvað ég kýs á laugardaginn, Eirík Hauksson ekki spurning. Dettur ekki einu sinni í hug að hann komist ekki áfram!
Við höfum það ágætt hérna annars. Lilja er á fullu í samræmdum prófum og hefur gengið nokkuð vel, Arnar tekur síðan samræmt próf í stærðfræði. Ég er að verða búinn með þennan þriggja vikna kúrs sem er í gangi. Smá leiðindi í einum kennaranum gera það að verkum að ég þarf að taka eitt prófið aftur, held að hann hafi ekki skilið skriftina mína eða ikkað!
Erla Dagmar fór í ungbarnaeftirlit (youngbabybehindlook) í morgun og er í toppformi nema að hún er með eyrnabólgu og fékk eitthvað við því. Hún er að nálgast 9 kílóin og rauf 70cm múrinn að auki.
Biðjum að heilsa í bili.

Engin ummæli: