Já kosningarnar
Líkt og oft áður þá sigruðu flestir í kosningunum. Sennilega rétt að óska þá bara öllum til hamingju! Það var margt merkilegt sem kom í ljós í þessum kosningum t.d. hvað margir sjálfstæðismenn verzla í Bónus og líka að margir þeirra eru á móti göngum til Vestmannaeyja!
Sá um daginn að Mbl-vefurinn tilkynnti nýtt leiðréttingarforrit fyrir bloggsíðurnar sýnar. Hef verið að skoða nokkur blogg nýlega og get ekki séð að þetta forrit virki, sama bullið allstaðar.
Heyrði í þeim heima í Fagradal í gærkvöldi og þar er sauðburður byrjaður á fullu, hundrað bornar þá. Ef maður kemst eitthvað vestur þá verður þetta langt komið væntanlega. Kemst þá kannski bara í eyjarnar og ná í nokkur flóabit – jeij.
Núna er kominn sá tími að bloggfærslum fer fækkandi. Geri nú ekki ráð fyrir að það hafi mikil áhrif á þjóðfélagið. Eitt er víst að þá bitnar bullið frekar á fólkinu í kringum mig.
Segjum þetta gott í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli