fimmtudagur, maí 24, 2007

Sauðburður.....

... er langt kominn og ég hef lítið tekið þátt í honum þetta árið. Rétt náði að kíkja út í fjárhús á Kjörseyri síðasta sunnudag en ekkert komist í Fagradal. Kíki þangað um helgina og þau fara norður. Það verður gott að komast í sauðburðinn og kippa út nokkrum lömbum.
Var að klára skólann í morgun eða réttara sagt síðasta prófið á önninni sem var svona aukapróf til að laga síðustu einkunn, er ekkert alltof viss um að það hafi heppnast en kemur í ljós!
Setti inn nokkrar myndir áðan.
Hef þetta ekki lengra í bili, bestu kveðjur.

Engin ummæli: