sunnudagur, júní 03, 2007

Sumarið

Já sumarið á víst að heita byrjað sem getur passað þar sem maður er byrjaður að vinna og skólinn búinn þetta vorið og tókst að ná öllu fyrir rest. Við Gunni farnir að þvælast um landið og byrjuðum í Vík og fikrum okkur í humátt til höfuðborgarinnar.
Ég fór í Fagradalinn um Hvítasunnuna og restin af fjölskyldunni fór á Kjörseyri. Sauðburði er nánast lokið á báðum stöðum og gekk alveg ljómandi.
Við fórum nokkrir í leiðangur með Birki frænda um helgina. Þetta kallast víst steggjun og var alveg ljómandi gaman. Ég hitti þá reyndar bara á laugardagskvöldið upp í Fljótstungu, en þeir höfðu verið á þvælingi allan daginn. Gífurlega skemmtilegt allt saman og maður er bara nokkuð þreyttur eftir þetta.
Segi þetta gott í bili, hafið það sem best.

Engin ummæli: