sunnudagur, júní 10, 2007

Flogið í vinnunna!

Það er nú svo. Við fórum norður strandir og Djúpið til Ísafjarðar í síðustu viku og flugum heim þaðan á föstudaginn. Fljúgum síðan vestur aftur í fyrramálið og þá verður haldið áfram suður á Barðaströndina og jafnvel reynt að klára kjálkann fyrir næstu helgi. Það er alltaf jafn gaman að sjá nýja staði og var einstaklega skemmtilegt að koma norður í Árneshrepp og sjá Ingólfsfjörð, Norðurfjörð, Trékyllisvík og þessa staði alla. Einnig fórum við út Snæfjallaströnd sáum Kaldalón og Skjaldfannardal. Gistum meðal annars eina nótt í Heydal í Mjóafirði sem var alveg frábært, vel tekið á móti okkur, góður matur og gistiaðstaða. Einn foss af mörgum sem við sáum í ferðinni, var eftirminnilegur. Við fórum með starfsmanni vegagerðarinnar á Ísafirði inn í göngin og fengum að skoða fossinn sem þar rennur innilokaður í herbergi! Þaðan liggja svo rör út úr göngunum sem veita vatninu í virkjun í Tungudal. Alveg magnað fyrirbæri. Ótrúlega stór og mikil aðrennslisgöng samt!
Erla Dagmar fór heim frá dagmömmunni á fimmtudaginn með smá hita og var með hann fram á laugardaginn. Ekkert alvarlegt en er búin að vera frekar slöpp. Það er nú líka töluverður hiti utandyra um þessar mundir og maður svitnar nú bara við að hugsa um að hreyfa sig. Annars held ég að þær mæðgur hafi það notalegt þegar ég er svona úti á landi að vinna.
Jæja þetta er orðið full langt hjá mér að sinni.
Bestu kveðjur til ykkar allra sem kíkið á þetta.

Engin ummæli: