þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Gaman

Gaman að segja frá því að Liverpool var að vinna Besiktas 8 - 0 í meistaradeildinni í kvöld og settu nýtt met í leiðinni :)
Annars hef ég verið frekar latur í ritflæði hér á síðunni undanfarið, . Brjáluð verkefni í skólanum og bara einhvernveginn nóg að gera. Ég prófaði svoldið í dag sem ég get ekki mælt með fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd! Segulómskoðun er ekki málið, allavega átti ég frekar bágt með mig inn í þessum hólk. Að vísu viðurkenni ég það að ef líkamshæð mín væri eðlileg þá hefði ekki verið eins þröngt um mig þarna, en alveg sama.
Erla Dagmar alltaf jafn dugleg. Farin að tala ennþá meira og segir t.d. nei og svo, Nei og NEi og farin að ná tökum á NEI og MÍNA. Hörkudugleg!
Annars röltir lífið sinn vanagang, veturinn kíkti við hérna í síðustu viku. Held hann hafi fokið burt eða rignt í kaf. Nagladekkin hafa allavega ekki fengið að njóta sín undanfarið!
Fengum heimsókn á laugardagskvöldið. Harpa og Emilía kíktu ásamt Brynju, Victori og Birtu. Síðan voru þær systur Melkorka og Guðlaug í næturgistingu hérna. Inga sauð slátur í massavís ofaní liðið, með smá pizzuívafi að vísu. Þetta var fjör og sumir fóru á töluverðan yfirsnúning. Setti inn nokkrar myndir af þessum degi.
Látum þetta nægja að sinni.
Hafið það sem best.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Já 8-0 takk fyrir, ef það þarf 8-0 til að fá þig til að skrifa þá geri ég ekki ráð fyrir að sjá þínar skriftir í bráð.
Halli Hill

INGIMAR sagði...

Ef ég væri ekki svona mikill ljúflingur eins og ég er, myndi ég henda sirklinum hans Árna í hnakkann á þér og eyða þessu kommenti (og hirða skjáinn þinn síðan)!

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að Erla Dagmar er búin að læra NEI-ið eitt af mikilvægastu orðunum :)
Fótbolti sótbolti
Gott að vita að þú ert enn nokkuð heill heilsu og amk ritfær :)

Yggla sagði...

...hérna hvar er myndin af mér úr sláturboðinu???

er hún kannski ekki þarna af því að mér var EKKKKKKKI boðið???

;););)

annars voða fínar myndir sko!!!