þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Próf.....

.... eru byrjuð hjá mér, það fyrsta var í morgun og held það hafi nú sloppið fyrir horn. Klára þetta næsta hálfa mánuðinn og þá er eftir þriggja vikna kúrs fram að jólum. Síðasti kennsludagur var á föstudaginn og hann endaði á því að við fórum nokkur í skoðunarferð í flugskýli út í Kef. Það var þrælgaman og fróðlegt (nei það var ekki boðið upp á bjór) að sjá þetta allt saman. Tók nokkrar myndir af dótinu þarna.
Fórum í afmælisveislu upp í Rofabæ á sunnudaginn. Auðbjörg Erla varð 6 ára þann 30. okt síðastliðinn og ekki vannst tími til að halda uppá það fyrr en þann 11.11. Það var reyndar ekki slæmur dagur því afi hennar varð 75 ára þennan dag. Innilega til hamingju bæði tvö. Hekla Dögg mætti í ammælið með fjölskylduna sína. Var reyndar sofandi allan tímann og sumir vildu helst leika með "dúkkuna" sem var í bílstólnum. Inga amma/langamma var að sjálfsögðu mætt, eldhress að vanda. Nóg af kökum og kruðeríi sem betur fer því það yrði ægilegt ef maður nálgaðist kjörhæðina aftur!
Eins og áður hefur komið fram þá eru prófin byrjuð. Vænta má að ekki megi vænta mikils bulls næstu vikur en ég lofa þó ekki neinu.
Þangað til næst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að hitta gamla fóðuriðju- og Stjörnufélaga á flakki um bloggheima.
Langt síðan síðast. Kveðja frá Akureyri,
Eyþór Ingi