sunnudagur, nóvember 25, 2007

Slökun

Þá er prófatörn lokið í bili og varð hálfgert spennufall eftir hádegið á föstudaginn. Held að þetta hafi gengið bærilega, en ætla ekkert að fullyrða fyrr en niðurstaða kemur úr þessu öllu saman. Í fyrramálið hefst þriggja vikna kúrs sem stendur víst næstu þrjár vikurna, merkilegt nokk! Var notalegt heima um helgina og bara rólegheit hjá okkur.
Annars er allt ágætt að frétta héðan. Allir hressir og kátir. Styttist í próf hjá hinum skólakrökkunum á heimilinu. Erla Dagmar dafnar alltaf jafn vel, þó varð hún svoldið horuð um helgina en það var ekki hættulegt.
Veðrið er alveg að gera mann brjálaðan. Hrikalega óákveðinn gaurinn á bak við tjöldinn sem stjórnar þessu. Sól, rok, logn, frost, hiti, snjór og rigning á einum sólarhring...... eigum við að ræða þetta eitthvað frekar. Nei ég hélt ekki.
Segjum þetta gott í bili, farið varlega í jólaseríurnar.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Mikið er ég nú fegin að þessi horun hjá frænku minni var ekki hættuleg síðustu helgi... Halldór Ásgeir líka alltaf með hor og hefur horast svolítið frá fæðingu þrátt fyrir að hafa bætt alveg heilmikið á sig... ég meina,... maður getur ekki verið með bollukinnar að eilífu. Vona að þriggja vikna kúrsinn þinn standist á tíma og þú standist með glans... ef þú ert skyldur mér hlýtur þú að gera það... Alltaf heitt á könnunni í Kleifó. Beso og abrazos. B og co.