fimmtudagur, desember 06, 2007

Pabbi............

....geturu skutlað mér í vinnuna, ég á að mæta á stjórnarfund í Snudda Group rétt bráðum! eða; Kláraðu matinn þinn krakki; Nei ég er orðinn of seinn á stjórnarfund í Bleyjur Group!
Er þetta alveg í lagi? Er ég bara orðinn svona gamall! Eða er ég bara svona öfundsjúkur!!!!
Hvað um það ég hef nú ekki verið neitt duglegur að skrifa hérna undanfarið. Búið að vera nóg að gera í blessuðum skólanum síðustu vikur. Aðventan byrjaði víst um síðustu helgi sem getur alveg passað því einhverju sinni þegar ég átti leið framhjá heima sá ég seríur í gluggum!
Erla Dagmar búin að vera heima alla vikuna. Veik sko, með ljótan hósta og hita í tvo daga. Er nú eitthvað að hressast en verður samt heima á morgun líka. Inga fór með hana í dag til bæklunarsérfræðings. Já hljómar eitthvað rosalegt en það er allt í góðu lagi með hana. Hún átti það til að ganga bæklað..... eða virtist beyta löppunum eitthvað skakkt. Fór til sjúkraþjálfara og þaðan í bækló en er ekkert að. Að vísu, ef fótastærð getur talist til bæklunar þá virðist aumingja barnið hafa erft snjóþrúgustærðina frá föður sínum. Nei segi svona.
Við höfum ákveðið, í nánu samráði við heimilisfólkið á Kjörseyri, að dvelja þar um jólin. Verður voðalega notalegt. Hefur verið alveg ljómandi hér syðra en Inga neitaði að baka neinar smákökur þannig að við redduðum þessu svona!
Það held ég, engar myndir komið inn nýlega. Bendi ykkur á að skoða myndir hjá öðrum sem eru duglegri við þetta en ég.
Aðventukveðjur

1 ummæli:

Unknown sagði...

Ja ég verð að segja að mig langar miklu frekar að veiða lax en týna ber.