laugardagur, desember 22, 2007

Jólaglögg

Já ég verð að segja það, Erla Dagmar er bara orðin ansi jólaglögg! Hún þekkir t.d. jólasveininn, jólatréð, jólaskrautið, jóladótið, jólapakkana og síðast en ekki síst jólastresssið! Annars hefur ekki verið neitt óhuggulegt stress á okkur fyrir þessi jólin, höfum haldið öllu í lágmarki þar sem við pökkum öllu niður og förum norður á Kjörseyri á morgun. Ég ætla að snæða skötu með vinum og kunningjum í hádeginu og Lilja er að vinna eitthvað frameftir degi. Veðurspáin er alveg ágæt eins og er þannig að við ættum nú að sleppa norður yfir heiðina fyrir jólahátíðina.
Læt þetta nægja af skrifum hér á aðventu og nota tækifærið og óska öllum þeim sem dettur í hug að kíkja hér inn, gleðilegra jóla.
Sjáum kannski einhver af ykkur áður en langt um líður.
Jólakveðjur af Ásbrautinni.

Engin ummæli: