mánudagur, febrúar 18, 2008

Þorrablót

Það var líf og fjör á þorrablóti á Borðeyri um helgina. Já það endaði með því að ég fór, Dagga var heima og passaði Erlu Dagmar og ekki möguleiki á að skipta við hana! Blótið var stórskemmtilegt eins og í þau skipti sem ég hef farið, en ég er að sjálfsögðu vel gjaldgengur á þetta blót þar sem ég er Bæhreppingur í báðar ættir, mína og Ingu ætt! Eins og áður segir var þetta ljómandi gaman og hitti maður margt fólk og spjallaði við. Nokkuð var tekið af myndum, en margar ónothæfar þar sem krakkarnir voru fulldugleg við að taka myndir af undirrituðum á dansgólfinu. Þeir sem áhugasamir eru geta nálgast myndir á síðunni hjá Sveini frænda.
Heimferðin gekk svona upp og niður, sérstaklega við Hreðavatnsskálann þar sem hola í heitapottsstærð hafði laumað sér í veginn. Náði ég að vekja þær allar í bílnum og hjartslátturinn hjá mér var ekki kominn í eðlilegt horf fyrr en við rétt náðum að sveigja framhjá tjörninni við Svignaskarð. Slapp allt fyrir horn þó ekki hefði miklu munað. Blessuð vegagerðin.
Annars er allt gott að frétta. Setti inn slatta af myndum sem hafa safnast upp undanfarið.
Læt þetta nægja í bili. Hafið það sem best.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...Aldeilis gott að þið komust heil uppúr heitapottinum...

En ég er farin að sakna þess að heyra meira bull frá þér?

Er ekkert að frétta?