miðvikudagur, mars 19, 2008

Páskarnir

eru að bresta á. Við hæfi er á svona tímamótum að rita nokkrar línur hér inn, einnig vegna fjölda áskorana! Ýmislegt hefur gerst síðan síðasta færsla datt hér inn, sem er að vísu nokkuð langt síðan.
  • Það fjölgaði í Grafarkotsfjölskyldunni þegar Kolla og Raggi eignuðust dreng, jebb alveg satt það er strákur, til hamingju með hann.
  • Gengi krónunnar féll og hlutabréf lækkuðu og bensín/olía hækkaði!
  • Það var árshátíð í skólanum hjá mér föstudaginn 7. mars
  • Gengi krónunnar féll og hlutabréf lækkuðu og bensín/olía hækkaði!
  • Það var villibráðakvöld/sólarhringur veiðifélagsins Svipunnar (L&L) þann 8. mars
  • Gengi krónunnar féll og hlutabréf lækkuðu og bensín/olía hækkaði!
  • Torfi og Hildur keyptu sér nýjan bíl
  • Gengi krónunnar féll og hlutabréf lækkuðu og bensín/olía hækkaði!
  • Pabbi og mamma keyptu sér nýjan bíl
  • Gengi krónunnar féll og hlutabréf lækkuðu og bensín/olía hækkaði!
  • Við fengum lánaðan dísel jeppa um páskana
  • Olían fór yfir 160 kr/ltr
Margt fleira gerðist svo sem, en ekkert nálægt því eins merkilegt og upp hefur verið talið hér að framan. Ekki veit ég hvort beint samhengi er á milli þessarra atburða, en mig grunar að þetta sé allt eitt stórt samsæri.
Annars er svo sem ágætt að frétta af okkur hér á Ásbrautinni. Erla Dagmar dafnar ljómandi vel, er farin að geta labbað upp og niður stigana heima (þegar hún nennir) sem er mikill léttir. Ekki það að ég sé í slæmu formi samt, bara eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá er ég 10-15cm of lítill! Vonandi kemst EDI inn á leikskóla með vorinu, þó svo að það sé nú eitthvað mismunandi hvernig staðið er að hlutunum hér í Kópavogi. Ef ekki þá verður það bara í haust.
Við förum á Kjörseyri og í Fagradal um páskana. Það verður ljúft að komast í sveitasæluna þessa tæpu viku sem til aflögu er. Hafið það sem best þessa viku.
Gleðilega páska

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég var einmitt að velta fyrir hvað væri að valda þessum olíhækkunum, lækkun hlutabréfamarkaðarins og falli krónunnar...

Að öðru leiti virðist þið hafa haft það gott um páskana! Gott að heyra.

Bið að heilsa í bili

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna:-)

kv. Kolla

Nafnlaus sagði...

voðalega bresta páskarnir lengi á hjá þér...