mánudagur, apríl 21, 2008

Gengið!

Jæja það hefur gengið á ýmsu frá því ég setti inn færslu hér síðast og má þar helst nefna að páskarnir eru loksins búnir! Siggi bró og Ines eru búin að eignast strák. Karl Ingi og Steina eru búin að eignast stelpu. Það er búið að skíra Indriða Rökkva. Veturinn virðist vera búinn. Já og svo eru prófin búin. Búið að ferma slatta af frændskystkynum og slatti eftir. Og svona mætti lengi telja.
Jebb hefur liðið smá tími frá því ég bullaði síðast! Annars er alveg ágætt að frétta svo sem. Búið að vera nóg að gera þannig að ég hef veri óvenju óduglegur hér á síðunni.
Erla Dagmar er búin að fá inni á leikskóla og byrjar í maí. Fór í morgun í fyrsta skipti í aðlögun og gekk ágætlega. Verður voða gaman hjá henni að geta hamast úti svona í góða veðrinu. Hún hefur það reyndar ljómandi gott hjá Betu dagmömmu og verður hennar sárt saknað.
Var að byrja í morgun í þriggja vikna kúrs sem teku u.þ.b. þrjár vikur! Vonandi nær maður að klára þau verkefni sem honum fylgja fyrir Hvítasunnuna. Síðan fer maður að vinna fljótlega eftir það. Er búinn að ráða mig í vinnu hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar og verður gaman að glíma við einhver verkefni þar í sumar.
Jæja svo þið fáið ekki leið á hvað ég skrifa mikið og oft þá læt ég þetta nægja að sinni. Setti inn slatta af myndum sem reyndar á eftir að skilgreina nákvæmlega en þið reynið að njóta þeirra engu að síður.
Bestu kveðjur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ég að skilja þetta rétt... tekur þessi þriggja vikna kúrs þrjár vikur?

INGIMAR sagði...

Já nei nei, u.þ.b. þrjár vikur sem getur þess vegna verið 21 dagur!

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég fegin að páskarnir eru loks búnir. Var virkilega farin að hafa áhyggjur af þessu. Gott að þið eruð nokkuð hress bara - á hvaða leikskóla er Eplakaka að byrja á?