miðvikudagur, apríl 30, 2008

Apríl....

.. að verða búinn eftir smá stund. Magnað hvað þetta líður alltaf hratt allt saman! Erla Dagmar byrjar á fullu í leikskólanum í maí og var því í síðasta sinn hjá Betu dagmömmu í dag. Henni hefur liðið rosalega vel þar og kemur örugglega til með að sakna allra. Hún er búin að vera í aðlögun undanfarið og hefur gengið vel þannig að þetta lítur vel út.
Nadía fermdist á sunnudaginn og þá fékk maður helling af kökum og kruðeríi. Ekki veitir manni af, hafði áhyggjur af að síga niður fyrir hundr....... að ég væri að léttast of mikið. Hellingur af fólki eins og vanalega í þessum veislum sem er alltaf gaman að hitta. Við kíktum líka í heimsókn til Ingu Rutar, Einars og stelpnanna á laugardaginn og fengum "grillveislu" og fínerí. Voða gaman að kíkja til þeirra alltaf.
Sauðburðurinn er hafinn í Fagradal. Fer rólega af stað samkvæmt heimildum frá bústýrunni. Þórólfur er með stelpurnar fyrir vestan að hjálpa til. Við bræðurnir verðum þarna eitthvað til skiptis eftir aðstæðum.
Ég er búinn að gera við bílinn eftir að það fór að rjúka úr vírum í stýrinu þegar Lilja var í æfingarakstri í síðustu viku. Ég skildi ekkert í því þegar hún snarbremsaði allt í einu og rak upp óp, ég sá enga biðskyldu, umferðarljós, löggu eða bíl í næsta nágrenni. Þá liðaðist bara þessi huggulegi reykur upp frá stýrinu. Við komumst klakklaust heim um kvöldið og síðan voru keyptir varahlutir og bíllinn kominn í lag. Fín æfing samt fyrir Lilju að bregðast við óvæntum aðstæðum!
Jæja segjum þetta í bili, skrifa ekkert meir fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði.
Hafið það sem best.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ! Það er kominn maí... og þar af leiðandi ein fermingarveislan framundan með alls kyns góðgæti, þ.a. enginn (lesist þú) þarf að hafa áhyggjur af að léttast! :D

Nafnlaus sagði...

Ég fór suður á sunnudag með Elínbetu en Inga Birna varð eftir og ætlar að hjálpa ömmu sinni í sauðburði og líka að passa Heklu Dögg. Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni, m.a. af bílnum hennar Elsu í skurðinum:

http://public.fotki.com/Thorolfur/fagridalur-vorid-2008/

Kv. Þórólfur

INGIMAR sagði...

Nei Torfi ég held að flestar mínar áhyggjur snúist ekki um að halda að ég léttist :)En gott verður að komast í veislu vestur á Ísafirði um helgina.
Flottar myndir hjá þér Þórólfur. Var búið að hjálpa Elsu út úr bílnum þegar þessar myndir voru teknar!

Nafnlaus sagði...

Nei, það var reyndar ekki búið að því!!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Svo ég bæti nú við - Elsa komst hjálparlaust út úr bílnum!

Kv. ÞSig.