fimmtudagur, maí 22, 2008

Duglegur......

.. er kannski ekki alveg rétta orðið yfir frammistöðu ritarans hér á þessari síðu, meira svona óskrifinn! Það er svo sem ekki ýkja mikið að frétta, en rennum í gegnum það helsta.
  • Skólinn búinn hjá mér og Lilju, skólaslit hjá Arnari á laugardaginn.
  • Ég er byrjaður að vinna, teikna og fleira skemmtilegt.
  • Sauðburður er búinn í Fagradal, langt kominn á Kjörseyri.
  • Þær mæðgur ætla norður um helgina í sauðburð og skólaslit.
  • Ég fer í óvissuferð með vinnunni á morgun.
  • Pabbi er kominn heim af sjúkrahúsinu og er bara hress.
  • Erla Dagmar er í góðum gír á leikskólanum og fór í sveitaferð í dag með þeim.
  • Halldór Ásgeir frændi hennar er að byrja þar um mánaðarmótin.
  • Ísland komst í úrslit í Eurovision.
  • Chelsea vann ekki meistaradeildina heldur hitt liðið.
  • Það má ekki keyra um á nagladekkjum lengur.
  • Það má aftur á móti veiða Hrefnur.
  • Það eru ekki komnar nýjar myndir inn á vefinn hjá okkur.
  • Linda og Ottó giftu sig um daginn. Til hamingju með það.
  • Við fórum í fermingu vestur á Ísafjörð um Hvítasunnuna, hjá Arnheiði og var mjög gaman.
Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi, en verður að duga í bili. Ég skrifa örugglega eitthvað fleira hérna mjög fljótlega!
Segjum þetta gott að sinni og farið endilega varlega inní sumarið.
Blessjú.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ótrúlega er ég hittin á nýju bloggin þín ;) ef maður kíkir á svona mánaðarfresti þá passar það vel ;) Kannski ég hendi nokkrum línum á bloggið mitt svo ég geti haldið áfram að skjóta á þig fyrir ofvirknia á síðunni ;)