sunnudagur, janúar 18, 2009

Sir Pryce

Já ég varð ekkert smá hissa í gærkvöldi þegar við Inga skruppum til Þórólfs að spila og spjalla. Átti von á að hitta pabba og mömmu og Kalla og Steinu. Þegar ég labba upp stigann og er að spjalla við Katrínu og rétt búinn að reka hausinn uppfyrir handriðið er bara öskrað; SÖRPRÆÆÆÆÆÆSSS. Ég missti andlitið, úr eitt slag, málið og ýmislegt fleira án þess þó að missa neitt í buxurnar, fölnaði upp og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þarna voru samankomnir mínir nánustu ættingjar og vinir með freyðivín og fjör til að skála fyrir útskriftinni minni í gær. Betri útskriftargjöf hefði ég ekki getað hugsað mér.
TAKK KÆRLEGA FYRIR MIG
Svona eftirá gat ég alveg séð fullt af hlutum sem að komu ekki alveg heim og saman sem tengdust þessu leynimakki, en það bara hvarflaði ekki að mér eitthvað svona. Erla Dagmar var líka veik og kannski ekkert rosaspennandi að fara frá henni, en þetta var virkilega vel heppnað verð ég að segja.
Annars er unga daman að hressast held ég og ég verð einnig búinn að jafna mig þegar líður á vikuna. Útskriftin sjálf var líka bara vel heppnuð og var frábær tilfinning að taka við skýrteininu. Nú tekur alvaran við, sem verður kannski ekki eins og maður var búinn að sjá fyrir sér en það rætist úr þessu vonandi fljótlega.
Glöggir vefvafrarar gætu hafa tekið eftir því að fáar færslur hafa verið hér undanfarið ásamt því að ekki hafa verið settar inn myndir síðan í haust. Hugmyndin er að bæta úr þessu fljótlega þar sem eitthvað verður um lausan tíma hjá mér.
Núna ætla ég að jafna mig aðeins betur á gærkvöldinu og sendi öllum góðar kveðjur með ósk um gleðilegt ár 2009.

2 ummæli:

Guðjón Torfi sagði...

Kærlega til hamingju aftur bróðir, og leitt að hafa ekki komist í sörpræsið! :)

Nafnlaus sagði...

Immi best!
þessi síða er hægt og rólega að fjara út..
stimplaðu nokkrum orðum hérna inná !
:D